Við viljum að það sé gott að mæta til vinnu
Starfsmannafélag Rafís skipuleggur viðburði nokkrum sinnum á ári og fyrirtækið stendur einnig fyrir fjölskylduvænum uppákomum. Þannig byggjum við upp sterkan liðsheildaranda og tryggjum að góðir starfsdagar haldist í hendur við skemmtilegar stundir.
Viðburðir ársins
Pílumót, keilumót, golfmót og piparkökuhús með börnum starfsmanna eru meðal fastaliða á dagskránni.
Samvera & samvinna
Á hverju ári fer Rafísfólk í fjölskylduútilegu þar sem vinsælar armbeygju- og plankakeppnir eru í lykilhlutverki.
Viltu ganga til liðs við okkur?
Við erum alltaf opin fyrir fyrirspurnum frá metnaðarfullu fólki í rafiðnaði og tengdum greinum. Sendu okkur línu, segðu frá reynslu þinni og við skoðum hvort við eigum verk í hæfni þinni.
Senda fyrirspurn